Kvennalið Grindavíkur hættir hugsanlega keppni
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express deildinni í körfubolta, segist vera að íhuga það í samráði við forráðamenn félagsins að draga liðið úr keppni í vetur. Lið Grindavíkur hefur leikið í efstu deild kvenna frá árinu 1986.
Haft er eftir Jóhanni á visir.is að ákvörðun um þetta verði tekin annaðhvort á morgun eða hinn. Ástæðan er leikmannaflótti frá liðinu. Haft er eftir Jóni að upp á síðkastið hafi hver leikmaðurinn á fætur öðrum tilkynnt að hann sé á förum frá liðinu og hann hafi ekki getað hafið æfingar af alvöru vegna óvissunnar í leikmannamálum.
Sjá nánar hér á www.visir.is
Mynd úr safni - Kvennalið Grindavíkur hampaði bikarmeistaratitli 2008 þegar allt lék í lyndi.