Kvennalandsliðið fékk lýsi í Grindavík
„Kvennalandsliðið æfði í gær í Grindavík og voru móttökurnar að hætti heimamanna, höfðinglegar. Eftir æfingu voru stelpurnar allar leystar út með kraftmikilli gjöf, flösku af Lýsi. Liðið lék gegn Belgum í kvöld en olli vonbrigðum eftir frábæran leik gegn Noregi. Úrslit urðu jafntefli 0-0.
Þá æfðu U-19 ára landslið Íslands í Keflavík í dag og mátti sjá stelpurnar spóka sig á Hafnargötunni á leið í hádegismat. Með hópnum var m.a. Keflvíkingurinn Guðni Kjartansson, þjálfari. Liðið hefur tryggt sér sæti í milliriðli á Evrópumeistaramótinu eftir sigur í síðasta leik á móti Kasakstan.