Kvennakarfan: Tveir útisigrar hjá Suðurnesjaliðunum
Keflavík og Njarðvík sigruðu í sínum leikjum þegar leikið var á laugardaginn í annarri umferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Grindavíkurstúlkur töpuðu hins vegar stórt.
Keflavík mætti KR í DHL-höllinni og hafði yfirhöndina allan leikinn. Lokatölur urðu 87-74. Jacquline Adamshick skoraði 28 stig fyrir Keflavík og hirti 22 fráköst.
Njarðvík mætti Snæfelli í Stykkishólmi og sigraði 77-68. Heimastúlkur byrjuðu betur og voru með forystu eftir fyrsta leikhluta, 17-12. Þær höfðu tveggja stiga forskot í hálfleik, 37-35. Leikurinn var í járnum í þriðja leikhluta en Njarðvíkingurstúlkur höfðu algjöra yfirburði í síðasta leikhlutanum og skoruðu 27 stig gegn aðeins 13 stigum Snæfells.
Dita Liepkalne skoraði 26 stig fyrir Njarðvík og tók 15 fráköst.
Grindavík og Haukar mættust á Ásvöllum þar sem heimastúlkur sigruðu örugglega 60-36. Charmaine Clark skoraði 16 stig fyrir Grindavík.
Mynd úr safni.