Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennakarfan: Tap hjá Grindavík í Hafnarfirði
Föstudagur 16. október 2009 kl. 08:47

Kvennakarfan: Tap hjá Grindavík í Hafnarfirði


Grindavík beið lægri hlut gegn Haukum í fyrstu umferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Úrslit urðu 75-63. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Leikurinn var í járnum framan af þar sem liðin skiptust á að taka forystuna. Lið Hauka náði hins vegar afar góðum spretti í upphafi síðasta leikhlutans sem lagði grunninn að sigrði þeirra í lokin.

Hjá Grindavík Michele DeVault með 19 stig og þær Dagmar Traustadóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir voru með 10 stig hvor.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd/www.karfan.is – Frá leik Grindavíkur og Hauka í gær.