Kvennakarfan: Stórt tap í fyrstu umferð hjá Keflavík og Njarðvík
Fyrstu leikir í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik fóru fram í gærkvöldi. Njarðvík tók á móti KR og mátti þola stórt tap 51:99. Ólöf Helga Pálsdóttir var stigahæst í liði Njarðvíkinga með 12 stig.
Keflavík og Hamar mættust í Hveragerði og hafði Hamar betur, 82-62. Birna Valgarðsdóttir var sú eina sem komst almennilega á blað hjá Keflavíkurliðinu, með 24 stig og 13 fráköst.
Grindavíkurstúlkur hefja leik í kvöld þegar þær mæta Haukum. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst kl. 19:15.
---
Mynd/www.karfan.is – Frá leik Keflavíkur og Hamars í gær.