Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 23. febrúar 2004 kl. 21:22

Kvennakarfan: Njarðvík vann ÍR

Njarðvíkurstúlkur unnu sigur á botnliði ÍR, 51-77, á útivelli í gær. Njarðvíkurstúlkur spiluðu góða vörn og leiddu allan leikinn þar sem þær höfðu 6 stiga forskot í hálfleik, 31-37. Andrea Gaines fór fremst í flokki og virðist loks vera að finna sig aftur, en sennilega er það aðeins of seint.

Að leik loknum eru ÍR-ingar enn á botninum og löngu fallnar, en Njarðvíkurstúlkur eru í 5. sæti, tveimur stigum á eftir Grindvíkingum og eiga enn tölfræðilega möguleika á að skáka þeim í baráttunni um sæti í undanúrslitunum, en það verður að teljast frekar hæpið.

Stigahæstar:

Njarðvík: Andrea Gaines 32/16, Sæunn Sæmundsdóttir 13/8

ÍR: Eva Grétarsdóttir 14, Ragnhildur Guðmundsdóttir 12, Hrefna Gunnarsdóttir 10.

Hér má finna tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024