Kvennakarfan: Keflavík sigraði í toppleik
Keflavík vann ÍS í kvöld með sannfærandi hætti, 64-79, í toppslag 1.deildar kvenna í körfuknattleik. Keflavíkurstúlkur náðu snemma góðri forystu sem þær héldu allt til loka án þess að Stúdínur næðu að ógna að nokkru marki.
Best á vellinum var tvímælalaust Anna María Sveinsdóttir sem skoraði 30 stig í leiknum. Þessi gamalreynda kempa er greinilega ekkert að slá af og á enn mikið eftir miðað við svona frammistöðu. Þá átti Reshea Bristol einnig góðan leik með 18 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar.
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari stúlknanna, var að vonum ánægður í leikslok. „Stelpurnar mættu þvílíkt grimmar til leiks og spiluðu góða vörn. Við náðum forskoti snemma og náðum að halda því. Stelpurnar spiluðu allar mjög vel í kvöld.“
Mynd úr safni