Kvennakarfan: Keflavík og KR mætast í kvöld

Keflavík og KR mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni úrvalsddeildar kvenna í körfuknattleik Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni í Reykjanesbæ og verður eflaust um hörkuleik að ræða. Keflavík sigraði í síðasta leik liðanna í A-riðli 79-70 en í KR hafði betur í leiknum þar á undan, 74 – 78. 
Þetta er fyrsti leikur liðanna í rimmunni en það lið fer áfram úrslit sem fyrst vinnur tvo leiki. Leikurinn hefst kl. 19:15. 
Í hinni rimmunni eigast við Haukar og Hamar. Haukar leiða viðureignina 1-0. 
---
Mynd: Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og stöllur hennar í Keflavíkurliðinu taka á móti KR í kvöld.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				