Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kvennakarfan: Heimaleikir í Grindavík og Keflavík
Miðvikudagur 25. febrúar 2009 kl. 11:40

Kvennakarfan: Heimaleikir í Grindavík og Keflavík



Suðurnesjaliðin Keflavík og Grindavík eiga bæði heimaleiki í kvöld í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Grindavík tekur á móti Val og í Keflavík mætast tvö efstu lið deildarinnar þegar heimaliðið tekur á móti Haukum. Þar má því búast við hörku leik og mikilli spennu. Haukastúlkur eru í efsta sæti deildarinnar með 26 stig en Keflavík er í öðru sæti með 22 stig.

Grindavík situr í sjötta sæti deildarinnar með 8 stig en Hamarsstúlkur eru í þriðja sæti með 18 stig. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/pket - Pálína Gunnlaugsdóttir og stöllur hennar í Kelfavíkurliðinu bjóða eflaust upp á spennandi leik í kvöld á heimavelli.