Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennakarfan: Frábær endasprettur skilaði sigri Grindavíkur
Fimmtudagur 12. febrúar 2009 kl. 10:52

Kvennakarfan: Frábær endasprettur skilaði sigri Grindavíkur



Grindavíkurstúlkur höfðu betur gegn Val í æsipennandi leik liðanna sem fram fór í Vodafonehöllinni í gærkvöld í B-riðli Iceland Express deildarinnar. Aðeins munaði þremur stigum í lokin en úrslit urðu 61:58 fyrir Grindavík.

Valsstúlkur byrjuðu mun betur og voru með 10 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta. Jafnt var á með liðunum í næstu tveimur leikhlutum og Grindavík gekk illa að vinna upp forskotið. Í fjórða leikhluta small allt saman hjá Grindavíkurstúlkum sem sýndu sínar bestu hliðar með frábærum leik. Íris Sverrisdóttir tryggði þeim svo sigurinn á spennandi lokasekúndum leiksins með vítaskoti. Petrúnella Sigurðardóttir skoraði 18 stig fyrir Grindavík, Ólöf Helga Pálsdóttir 14 og Íris 12 auk þess að eiga 8 stoðsendingar.

Grindavík er í öðru sæti riðilsins með 14 stig næst á eftir Val sem hefur 18 stig. Þrjár umferðir eru eftir í deildinni og hafa þessi tvö lið því sem næst tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd úr safni VF.