Kvennakarfa: Öruggt hjá Keflavík og Grindavík
Grindavík og Keflavík unnu leiki sína í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í gær.
Grindavík vann stórsigur á Hamri, 93-44, þar sem Tamara Bowie átti stórleik með 35 stig og 8 stolna bolta meðal annars. Þá var Hildur Sigurðardóttir með 15 stig og 12 fráköst og Petrúnella Skúladóttir var með 10 stig.
Keflavík lenti heldur ekki í neinum vandræðum með Breiðablik og vann öruggan sigur, 47-91.
TaKesha Watson fór fyrir Keflvíkingum með 33 stig, 7 stolna bolta og 13 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bryndís Guðmundsdóttir með 16 stig, María Ben Erlingsdóttir með 15, Margrét Kara Sturludóttir með 14 stig, þrjú varin skot og 12 fráköst og Ingibjörg Vilbergsdóttir með 11 stig.
Haukar eru enn efstar og taplausar í deildinni, en þar á eftir kemur Kefla´vik með 10 stig eftir 6 leiki og Grindavík með 8 stig.
Staðan í deildinni og tölfræði
VF-mynd úr safni. TaKesha Watson átti stórleik í gær.