Kvennakarfa: KR vann Njarðvík
KR vann Njarðvík á heimavelli hina síðanefndu í kvöld. Lokatölur voru 73-81, og eru KR-ingar því tryggar með þriðja sæti deildarinnar, en Njarðvík er í því fimmta sem fyrr.
Gestirnir byrjuðu betur og náðu 11 stiga forskoti eftir fyrsta leikhluta og náðu Njarðvíkingar aldrei að vinna þann mun upp. KR náðu þó ekki heldur að gera út um leikinn og héldu naumri forystu allan tímann.
Auður Jónsdóttir, fyrirliði Njarðvíkinga, sagði þær alls ekki hafa slakað á þrátt fyrir að staða þeirra í deildinni hefði ekki getað breyst. „Þetta var hörkuleikur. KR vildu vinna til að festa sig í þriðja sætinu en við tókum vel á þeim þannig að þær þurftu að hafa fyrir öllu í kvöld.“
Síðasta umferð deildarinnar verður háð á mánudaginn og þar mætast Keflavík og Njarðvík, Grindavík og KR og að síðustu ÍR og ÍS.
Stigahæstar í kvöld voru:
Njarðvík: Andrea Gaines 27, Auður Jónsdóttir 13, Sæunn Sæmundsdóttir 12/15, Dianna Jónsdóttir 10.
KR: Katie Wolfe 27, Hildur Sigurðardóttir 15/16, Guðrún Sigurðardóttir 13, Halla Margrét Jóhannesdóttir 12.