Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennahlaupið fór fram í morgun um öll Suðurnesin
Laugardagur 4. júní 2011 kl. 12:11

Kvennahlaupið fór fram í morgun um öll Suðurnesin

Kvennahlaupið fór fram í ágætis veðri nú í morgun í 22. sinn þó það hafi farið að rigna lítillega þegar hlaupið var komið í gang. Þátttaka var með besta móti og mikil stemning í hópi ungra sem aldinna hlaupara. Hlaupið er orðið einn fjölmennasti íþróttaviðburður landsins ár hvert og þúsundir kvenna taka þátt árlega. Hlaupið var um öll Suðurnesin frá: Húsinu okkar (gamla K húsið) við Hringbraut Reykjanesbæ, sundmiðstöðinni Grindavík, íþróttamiðstöðinni í Sandgerði og íþróttamiðstöðinni Garði. Ljósmyndari Víkurfrétta var við Hringbraut í Reykjanesbæ og tók eftirfarandi myndir af sprækum stelpum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt

Þessi unga snót vildi endilega komast í fjölmiðlana



Góð upphitun er nauðsynleg



Myndir Eyþór Sæmundsson ([email protected])