Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennahlaupið á morgun
Föstudagur 3. júní 2011 kl. 10:24

Kvennahlaupið á morgun

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 4.júní og hefst hlaupið klukkan 11:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hlaupið verður frá eftirtöldum stöðum á Suðurnesjum: Húsinu okkar (gamla K húsið) við Hringbraut Reykjanesbæ, sundmiðstöðinni Grindavík, íþróttamiðstöðinni í Sandgerði og íþróttamiðstöðinni Garði.

Þema hlaupsins í ár er "Hreyfing allt lífið". Með því vill ÍSÍ leggja áherslu á mikilvægi hreyfingar fyrir fólk á öllum aldri. Með daglegri hreyfingu leggjum við grunn að heilbrigðri sál í hraustum líkama og aukum þannig lífsgæði okkar til muna.

Þemað endurspeglast líka í eðli Kvennahlaupsins. Þar koma saman konur á öllum aldri, um allt land og jafnvel allan heim og stunda holla hreyfingu. Öll ferðalög hefjast á fyrsta skrefinu og fjölmargar konur hafa án efa tekið upp reglulega hreyfingu í kjölfar þess að hafa tekið þátt í Kvennahlaupinu.

Forvarnir eru stór þáttur í hlutverki Sjóvár. Stuðningur og samstarf við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er mikilvægur þáttur í forvarnastarfi félagsins. Við hvetjum sem flestar konur að taka þátt í Kvennahlaupinu og stuðla þannig að heilbrigðari lífsháttum.