Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennadeildin fer aftur af stað í kvöld
Miðvikudagur 30. nóvember 2016 kl. 10:32

Kvennadeildin fer aftur af stað í kvöld

-Heimaleikur hjá Grindavík

Dominos deild kvenna fer aftur af stað eftir landsleikjahlé í kvöld og verður heil umferð spiluð. Grindavík tekur á móti Skallagrím í Mustad höllinni en Keflavík og Njarðvík eiga útileiki. Keflavík mætir Haukum í Schenkerhöllinni og Njarðvík spilar gegn Stjörnunni í Ásgarði. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15.

Fyrir leiki kvöldsins er Keflavík á toppi deildarinnar ásamt Snæfell með 14 stig, Njarðvík í 4.-5. sæti með Stjörnunni og Grindavík vermir botninn með 4 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024