Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

KSÍ sektar UMFN vegna framkomu stuðningsmanna
Fimmtudagur 24. september 2009 kl. 09:09

KSÍ sektar UMFN vegna framkomu stuðningsmanna


Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ hefur ákveðið að beita sektarviðurlögum á knattspurnudeild UMFN vegna framkomu áhorfenda í leik gegn Reyni í Sanderði um síðustu helgi. Stuðningsmenn Njarðvíkur eru sagðir hafa hlaupið inn á völlinn til að fagna mörkum og einn þeirra mun hafa kveikt á blysi í stúkunni.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur ber ábyrgð á framkomu stuðningsmanna sinna á leiknum samkvæmt ákvæðum í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ lítur þetta mál alvarlegum augum og í samræmi við 13. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál er Knattspyrnudeild Njarðvíkur sektuð um kr. 15.000.- vegna framkomu stuðningsmanna félagsins. Nefndin beinir ennfremur þeim tilmælum til Knattspyrnudeildar Njarðvíkur að deildin geri sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig og ræði alvarlega þetta mál við þá aðila sem í hlut áttu.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Á þessari mynd sem birtist á vefsíðu UMFN má sjá hvar stuðningmaður heldur á blysi í stúkunni.