KSD Reynis leitar eftir þjálfurum
Knattspyrnudeild Reynis Sandgerði auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða 5., 6. og 7. flokk, bæði í karla og kvennaflokkum félagsins.
Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum við að efla knattspyrnuiðkunn í Sandgerði sem er ört stækkandi bæjarfélag.
Nánari upplýsingar veitir formaður unglingaráðs, Ómar Svavarsson í síma 869 2068.