Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Krossbönd ekki slitin hjá Grétari
Þriðjudagur 12. ágúst 2008 kl. 15:22

Krossbönd ekki slitin hjá Grétari

Grétar Ólafur Hjartarsson, leikmaður Grindavíkur, er ekki með slitinn krossbönd eins og allt benti til eftir leik Grindavíkur gegn Breiðabliki í gær. Grétar þurfti þá að fara af velli meiðsla og var óttast að hann hefði slitið krossbönd. Eftir rannsókn í dag kom það í ljós að hann er ekki með slitin krossbönd. Hann þarf hins vegar að gangast undir frekari rannsóknir og kemur það í ljós á föstudaginn hvort að liðbönd hafi skaddast. Frá þessu greindi Ingvar Guðjónsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Grindvíkur, í samtali við Víkurfréttir.

Útilokað er að Grétar verði með Grindvíkingum í næsta leik liðsins gegn FH sem fram fer á sunnudaginn.



VF-MYND/JJK: Grétar Ólafur Hjartarsson er ekki með slitin korssbönd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024