Kristófer áfram með Reyni
Stjórn knattspyrndudeildar Reynis í Sandgerði og Kristófer Sigurgeirsson hafa komist að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Kristófer tók við sem spilandi þjálfari síðastliðin vetur eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Fjölni í fjögur ár. Á hans fyrsta tímabili fór hann með Reyni alla leið í úrslitaleik gegn Njarðvík um sæti í 1. deild að ári.
„Þrátt fyrir að það hafi ekki tekist að þessu sinni mun verkefnið halda áfram undir hans stórn. Næsta verkefni hans verður að setja saman liðið sem mun spila á næstu leiktíð og koma Reyni á þann stall sem liðið á að vera,“ segir á heimasíðu Reynis í Sandgerði.