Kristmundur og Sunneva taekwondo-fólk ársins
Taekwondo-fólk ársins hjá Taekwondo-deild Keflavíkur eru Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir og Kristmundur Gíslason.
Sunneva er ósigruð eftir bardagana á árinu og vann til Íslandsmeistaratitla, bæði í bardaga og í tækni. Hún komst í unglingalandslið Íslands í haust og hefur bætt sig mikið á árinu.
Kristmundur hefur verið einn sterkasti keppnismaður landsins síðustu ár. Hann vann alla bardaga sem hann keppti innnanlands á árinu ásamt því að standa sig vel erlendis. Hann keppti t.a.m. á EM, HM og fjölda annarra erlendra móta og vann einnig sinn flokk á Íslandsmótinu.
Valið var tilkynnt á jólaæfingu Taekwondo-deildar Keflavíkur.