Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristmundur og Ástrós eru íþróttafólk Keflavíkur 2013
Þriðjudagur 31. desember 2013 kl. 07:17

Kristmundur og Ástrós eru íþróttafólk Keflavíkur 2013

Kristmundur Gíslason og Ástrós Brynjarsdóttir úr taekwondodeild Keflavíkur voru valin íþróttakarl og íþróttakona Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags. Keflavík er eitt stærsta íþróttafélag landsins með yfir 2.000 iðkendur, 8 deildir og meira en 200 Íslandsmeistaratitla.

Í fyrsta sinn var valið bæði íþróttakarl og íþróttakonu félagsins, en hingað til hefur verið valið óháð kyni. Það er aðalstjórn Keflavíkur sem velur íþróttakarl og íþróttakonu ársins en deildirnar tilnefna fulltrúa af báðum kynjum í hverri grein innan félagsins.

Nánar verður fjallað um verðlaunaveitingar í hverri grein síðar í dag hér á vf.is.




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024