Kristmundur í 5.-8. sæti á HM í teakwondo
Hinn16 ára Kristmundur Gíslason hefur æft taekwondo með Keflavík frá árinu 2004. Síðustu ár hefur hann komið sér í fremstu röð ungra keppenda á Íslandi. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna innanlands, m.a. bikarmót og Íslandsmót. Einnig hefur hann keppt nokkrum sinnum erlendis. Hann æfir einnig með landsliðinu undir stjórn Meisam Rafei landsliðsþjálfara og fyrrum heimsmeistara. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hann sýnt og sannað að hann er mikið efni, en hann býr yfir ótrúlegum styrk, ákveðni og sigurvilja.
Kristmundur keppti á heimsmeistaramóti unglinga sem fór fram í Egyptalandi 4-8 apríl og var þar eini fulltrúi Íslands að þessu sinni. Kristmundur er fyrsti keppandi Keflavíkur sem fer á heimsmeistaramót. Á mótinu er tæplega 800 keppendur frá yfir 100 löndum. Það voru 29 keppendur í flokknum hans og því 3 keppendur sem sátu hjá í fyrstu umferð bardaga. Kristmundur var einn þeirra sem sat hjá í fyrstu umferð. Það þýðir að hans fyrsti andstæðingur þurfti að sigra bardaga til að geta keppt við Kristmund. Það voru keppendur frá Ástralíu og Kína sem kepptu þann bardaga.
Bæði Ástralía og Kína eru með góð lið og því leit út fyrir að Kristmundur ætti erfitt verkefni fyrir höndum. Það var Ástralinn sem hafði betur í fyrsta bardaganum og átti því að mæta Kristmundi síðar á mótinu. Kristmundur stóð sig mjög vel í þeim bardaga. Hann stjórnaði bardaganum allan tímann og sigraði 5-0 og var því kominn í 3. umferð bardaga og 8 manna úrslit. Þar keppti hann við keppanda frá Tyrklandi, en Tyrkland er ein af 5 bestu taekwondo þjóðum í heimi og ávallt með sterkt lið á öllum mótum. Kristmundur tapaði þeim bardaga 15-1.
Tyrkinn náði svo öðru sæti í flokknum eftir að hafa tapað naumlega fyrir kóreskum keppanda í úrslitunum. Kristmundur endaði því í 5-8 sæti á mótinu og er einn örfárra Íslendinga sem hafa náð að komast áfram úr fyrstu umferð á heimsmeistarmóti. Meisam landsliðsþjálfari sagði að Kristmundur hefði barist vel og hefur fengið gott veganesti fyrir næstu mót, en hann stefnir einnig á Norðurlandamót í Svíþjóð í maí. Þetta mun vera síðasta heimsmeistaramót unglinga sem Kristmundur hefur færi á að fara á, en hann á hinsvegar tæp 2 ár eftir í unglingaflokki og hefur því ennþá mikla möguleika á öðrum mótum á næstunni.