Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristmundur á opna franska meistaramótinu
Mánudagur 20. nóvember 2017 kl. 12:46

Kristmundur á opna franska meistaramótinu

Kristmundur Gíslason, einn helsti afreksmaður taekwondo deildar Keflavíkur, keppti á opna franska meistaramótinu í taekwondo um helgina. Kristmundur sigraði enskan keppanda 13-6 en hann stjórnaði þeim bardaga allan tímann og var sterkari aðilinn. Næst keppti hann við sterkasta keppanda Frakklands og var hann yfir allan bardagann og náði að komast í 10-5. Bardaginn endaði hins vegar með sigri Frakkans 11-13.
Kristmundur fer næst til Búlgaríu í desember þar sem Evrópumótið mun fara fram.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024