Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristmundur á leiðinni á HM í taekwondo
Fimmtudagur 7. maí 2015 kl. 08:00

Kristmundur á leiðinni á HM í taekwondo

Kristmundur Gíslason, tvítugur taekwondo maður úr Keflavík, er á leiðinni á HM í taekwondo sem haldið verður í Rússlandi eftir 2 vikur. Kristmundur verður fyrsti taekwondo maðurinn úr röðum Keflvíkinga til að keppa á heimsmeistaramóti fullorðinna í greininni.


Kristmundur er þrátt fyrir ungan aldur nokkuð reyndur keppandi, hann er núverandi Íslandsmeistari í sterkum flokki og varð í 5. sæti á HM unglinga árið 2012. Víkurfréttir munu fylgjast vel með gangi máli hjá Kristmundi á næstu vikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hægt er að nálgast ansi flott myndband af kappanum sem ætlað er að kynna hann fyrir HM í Rússlandi hér.