Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristjana Íslandsmeistari
Þriðjudagur 11. nóvember 2008 kl. 13:43

Kristjana Íslandsmeistari

Kristjana Hildur Gunnarsdóttir úr Keflavík náði góðum árangri á Íslandsmeistaramóti Þrekmeistarans um síðustu helgi þegar hún bætti sitt eigið Íslandsmet um 19 sekúndur.
Kristjána sigraði í einstaklingsflokknum á tímanum 15:47:90 en næst á eftir kom Annie Mist Þórisdóttir frá Bootcamp á tímanum 16:58:00. Í þriðja sæti kom svo annar keppandi undir merkjum Lífsstíls í Keflavík en það var Helena Ósk Jónsdóttir á tímanum 18:09:43.

Í liðakeppni kvenna gerðu Lífstíls-konur það gott og hrepptu fyrsta sætið á tímanum 14:25:83.

Mynd/fss.is – Kristjana Hildur Gunnarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024