Kristjana Hildur þrefaldur Íslandsmeistari
Íslandsmeistaramót Þrekmeistarans fór fram á Akureyri sl laugardag. Keppendur frá Lífsstíl í Reykjanesbæ stóðu sig að vanda afskaplega vel, en Kristjana Hildur Gunnarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari, þ.e. vann einstaklingskeppnina í 9.skipti, hún og Vikar Karl Sigurjónsson unnum nýja tvenndarkeppni og svo vann liðið "5 fræknar" enn og aftur liðakeppnina.
Þuríður Þorkelsdóttir varð í 2. sæti í flokki 39 ára og eldri og lið hennar Dirty nine vann liðakeppni í 39 ára og eldri. Vikar varð í 4. sæti í einstaklingskeppni karla.
Þetta var afskaplega góður árangur þátttakenda frá Reykjanesbæ, en það voru 358 keppendur víðs vegar af landinu, en mótið hefur aldrei verið jafn stórt og núna.
Myndir frá keppninni eru á fitness.is