Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristjana fjórða í kjöri á íþróttamanni IFBB
Föstudagur 18. janúar 2008 kl. 13:03

Kristjana fjórða í kjöri á íþróttamanni IFBB

Keflvíkingurinn Kristjana Hildur Gunnarsdóttir hafnaði í fjórða sæti í kjöri á íþróttamanni ársins hjá Alþjóðasambandi líkamsræktarmanna sem fram fór fyrir skemmstu. Kristjana keppti með góðum árangri í Þrekmeistaranum og hlaut hún 39 stig í kjörinu.

 

IFBB velur íþróttafólk úr fitness, vaxtarrækt, módelfitness og Þrekmeistaranum í kjöri sínu á íþróttamanni ársins og í dag eru 177 lönd aðilar að Alþjóðasambandinu. Kristín H. Kristjánsdóttir fitnesskona var útnefnd íþróttamaður ársins hjá IFBB.

 

VF-Mynd/ Úr safni - Kristjana Hildur Gunnarsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024