Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristján semur við Keflavík
Miðvikudagur 3. október 2007 kl. 09:53

Kristján semur við Keflavík

Kristján Guðmundsson, þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur, framlengdi í gær samning sinn við félagið um tvö ár, eða til ársins 2009. Hann hefur þjálfað liðið frá vorinu 2005 og náð góðum árangri með það þó síðari hluti núliðins tímablis hafi ekki verið eins og best verður á kosið. Meðalananrs varð liðið Bikarmeistari undir hans stjórn á síðasta ári.

 

Þess má geta að ítarlegt viðtal, þar sem Kristján fer yfir tímabilið, má finna í VefTV Víkurfrétta hér til hægri á síðunni.

 

Þá má geta þess að Vesna Smiljkovic, Danka Podovac og Jelena Petrovic, serbnesku leikmenn kvennaliðs Keflavíkur, hafa framlengt samninga sína við Keflavík til tveggja ára.  Er það mjög mikill fengur fyrir Keflavík að hafa náð að tryggja sér krafta þeirra næstu árin, en þær eru meðal burðarása í liðinu. Vesna hefur m.a. verið einn af skæðustu framherjum deildarinnar frá því að hún kom til liðsins fyrir þremur árum.

 

Þær hafa nú snúið aftur til síns heima en mæta galvaskar aftur að ári.

 

Myndir af www.keflavik.is : 1: Kristján og Rúnar handsala samninginn sín á milli. 2: Serbnesku leikmennirnir þrír sem framlengdu samninga sína ásamt Salih Heimi Porca, þjálfara kvennaliðsins.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024