Kristján samningsbundinn til næstu þriggja ára
Kristján Guðmundsson skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Undir stjórn Kristjáns höfnuðu Keflvíkingar í öðru sæti í Landsbankadeildinni í sumar og vann sér um leið inn þátttökurétt í Evrópukeppninni. Hann tók við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni rétt fyrir upphaf Íslandsmótsins árið 2005 og ári síðar hömpuðu Keflvíkingar bikarmeistaratitlinum undir hans stjórn.
Þá var einnig gerður samningur Einar Ásbjörn Ólafsson, sem verður aðstoðarmaður Kristjáns. Einar Ásbjörn lék með Keflavíkurliðinu til margra ára og þekkir því vel til allra hluta hjá félaginu.
Myndir/VF: Frá undirskrift samninganna við Kristján og Einar Ásbjörn í gær.