Kristján Keflavíkurþjálfari í VF-viðtali: Margir ungir fengið tækifæri
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur segir að margir ungir leikmenn hafi fengið tækifæri í vetrarundirbúningi liðsins en gengi liðsins í mótum hefur þó ekki verið nógu góður. Nokkuð hefur verið um meiðsli í herbúðum Keflvíkinga og þannig hafa margir yngri leikmenn fengið að spreyta sig.
„Við erum að fínapússa þetta og ætlum að nýta vel æfingaferð til útlanda til þess. Talaðu við mig eftir mánuð og ég get verið með skýrari mynd þá um getu liðsins.“
Páll Ketilsson ræddi við Kristján um stöðu ungu leikmannanna og fleiri mál í áhugaverðu viðtali.