Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristján hjá Keflavík næstu 3 ár
Miðvikudagur 28. september 2005 kl. 02:35

Kristján hjá Keflavík næstu 3 ár

Knattspyrnudeild Keflavíkur gekk í dag frá 3ja ára samningi við Kristján Guðmundsson, þjálfara meistaraflokks karla, auk þess sem tveir leikmenn og tveir þjálfarar sömdu við liðið.

Kristján tók við liðinu í upphafi tímabilsins eftir að Guðjón Þórðarson yfirgaf skútuna og stýði liðinu í fjórða sætið í Landsbankadeildinni auk þess sem þeir komust í aðra umferð undankeppni UEFA bikarsins þar sem þeir féllu úr leik gegn þýska úrvalsdeildarliðinu Mainz.

Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinar, sagði að félagið hafi lagt áherslu á að halda starfskröftum Kristjáns, enda hafi liði náð góðum árangri undir hans stjórn, og stefndi enn hærra á næsta ári. Þeir hafi ekki rætt við aðra þjálfara um að taka við liðinu.

Kristján mun einnig hafa yfirumsjón með 2. flokki karla hjá félaginu og honum til fulltingis verða þeir Kristinn Guðbrandsson og Haukur Benediktsson, en Kristinn er einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Davíð Örn Hallgrímsson, ungur og efnilegur piltur úr yngri flokka starfi Keflavíkur, hét félaginu einnig þjónustu sína næstu tvö árin, en hann lék stórt hlutverk með 2. flokki sem vannsig upp í A deild með sigri í B deild í sumar. Auk Davíðs skrifaði Issa Kadir undir tveggja ára samning líkt og Branko Milicevic gerði fyrr í vikunni og eru Keflvíkingar þá búnir að tryggja sér að kjarni liðsins í sumar verður áfram. Keflvíkingar snúa sér nú að því að styrkja hópinn með nýjum leikmönnum til að verða tilbúnir í slaginn næsta sumar og hyggjast gera betur en síðasta sumar hér heima sem og í Evrópu, en þeir taka þátt í Inter-Toto keppninni sem er nokkurs konar forkeppni fyrir UEFA-Bikarinn.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024