Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristján Guðmunds tekur við Keflavík
Kristján Guðmundsson hefur tekið við Keflavíkurliðinu í knattspyrnu.
Miðvikudagur 19. júní 2013 kl. 12:01

Kristján Guðmunds tekur við Keflavík

Gerði liðið að bikarmeisturum 2006 og var nálægt því að landa með liðinu Íslandsmeistaratitli 2008.

Kristján Guðmundsson mun taka við þjálfun Pepsi-deildarliðs Keflvíkinga í knattspyrnu og stýra liðinu fram til loka tímabils.

Kristján þjálfaði Keflavík síðast árið 2009 en undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari árið 2006 og í 2. sæti á Íslandsmótinu 2008. Þá var Keflavík komið með aðra hönd á Íslandsmeistaratitilinn en tapaði í síðasta leik gegn Fram. Á þessum árum var Keflavík líklega með sitt besta lið í langan tíma.

Kristján þjálfaði lið Vals 2011 til 2012 en var ekki við stjórnina hjá neinu félagi í upphafi tímabils. Hann spáði Keflvíkingum falli í viðtali við fotbolti.net í vor. Nú fær hann það verkefni að halda sínu gamla félagi í deildinni. Hans fyrsta verkefni verður að stýra liðinu gegn ÍA næsta mánudag en sem kunnugt er hætti þjálfari Skagamanna í gær. Bæði lið munu því mæta til leiks með nýja þjálfara í brúnni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristján á Keflavíkurárunum sínum. Hér er hann á spjalli við Guðjón Árna Antóníusson þáverandi fyrirliða liðsins.