Kristján ekki áfram með Keflavík
Þjáflaratíð Kristjáns Guðmundssonar með knattspyrnulið Keflvíkinga er lokið en hann hefur stýrt liðinu undanfarin fimm ár.
Þetta var niðurstaðan á stjórnarfundi knattspyrnudeildar Keflavíkur í kvöld. Vefmiðillinn mbl.is greinir frá þessu.
Eins og VF hafa greint frá hefur nafn Willum Þórs Þórssonar verið nefnt í umræðunni um næsta þjálfara liðsins.