Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinsson og Vilbergsson framlengja hjá Grindavík
Föstudagur 20. apríl 2007 kl. 09:23

Kristinsson og Vilbergsson framlengja hjá Grindavík

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur framlengdi í gærkvöldi samninga sína við nafnana Pál Axel Vilbergsson og Pál Kristinsson. Páll Axel skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en Páll Kristinsson gerði tveggja ára samning. Gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga en félagarnir stóðu vel fyrir sínu í úrslitakeppninni.

 

Páll Axel var á meðal atkvæðamestu leikmanna Iceland Express deildarinnar í vetur en hann var með 22,2 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Páll Kristinsson var með 8,6 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni en sýndi allar sínar bestu hliðar eftir að Grindvíkingar ráku Calvin Clemmons eftir slæglega frammistöðu með liðinu.

 

Á heimasíðu Grindavíkur kemur fram að vonir standi til þess að samið verði í dag og á morgun við fleiri leikmenn í Grindavík og þar er upptalinn Daninn Adam Darboe en formaður KKD UMFG hefur þegar lýst því yfir við blaðamann Víkurfrétta að mikill áhugi sé fyrir því að hafa Darboe áfram í gulu.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024