Kristinsson og Vilbergsson framlengja hjá Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur framlengdi í gærkvöldi samninga sína við nafnana Pál Axel Vilbergsson og Pál Kristinsson. Páll Axel skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en Páll Kristinsson gerði tveggja ára samning. Gleðitíðindi fyrir Grindvíkinga en félagarnir stóðu vel fyrir sínu í úrslitakeppninni.
Páll Axel var á meðal atkvæðamestu leikmanna
Á heimasíðu Grindavíkur kemur fram að vonir standi til þess að samið verði í dag og á morgun við fleiri leikmenn í Grindavík og þar er upptalinn Daninn Adam Darboe en formaður KKD UMFG hefur þegar lýst því yfir við blaðamann Víkurfrétta að mikill áhugi sé fyrir því að hafa Darboe áfram í gulu.