Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 5. maí 2004 kl. 21:01

Kristinn til Grindavíkur

Kristinn Friðriksson var í gær ráðinn þjálfari karlaliðs Grindavíkur í körfubolta. Samningurinn milli Kristins og körfuknattleiksdeildarinnar er til þriggja ára.

Kristinn kemur í stað Friðriks Inga Rúnarssonar sem tók sér frí frá körfuboltanum eftir leiktíðina.

Falur Harðarson, sem þjálfaði Keflavík ásamt Guðjóni Skúlasyni á síðustu leiktíð, hafnaði tilboði Grindvíkinga um starfið en mun þess í stað taka að sér þjálfun yngri flokka Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024