Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinn tekur við Víking Ólafsvík
Mánudagur 13. október 2008 kl. 14:10

Kristinn tekur við Víking Ólafsvík

Keflvíkingurinn Kristinn Guðbrandsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings frá Ólafsvík, sem leikur í 1. deild karla í knattspyrnu. Kristinn tekur við að Ejub Purisevic sem þjálfað hefur liðið undanfarin sex ár.

Kristinn hefur undanfarin ár þjálfað hjá Keflavík, og var hann aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla þar til í vetur. Hann fær nú tækifæri á að vera við stjórnvölinn, en Kristinn samdi til tveggja ára hjá Ólafsvíkingum.

Kristinn lék í mörg ár með liði Keflavíkur en hann hefur einnig leikið með Skallagrími, Víði og Stjörnunni, á löngum ferli sínum sem leikmanni.



Mynd/Heimasíða Víkings: Kristinn Guðbrandsson handsalar hér samning við Jónas Gestur Jónasson, formann Víkings Ólafsvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024