Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinn stigahæstur í sigri
Miðvikudagur 24. febrúar 2016 kl. 08:59

Kristinn stigahæstur í sigri

Suðurnesjamenn í háskólaboltanum

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson var stigahæstur með 19 stig þegar lið hans Marist sigraði lið Rider í bandaríska háskólakörfuboltanum. Kristinn hitti úr fimm af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og bætti við átta fráköstum í leiknum. Sjá má tilþrif frá leiknum og viðtal við Kristinn hér.

Elvar Már Friðriksson úr Njarðvík gaf 10 stoðsendingar og skoraði sjö stig þegar Barry skólinn bar sigurorð af Tampa 67:73 á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 11 stig þegar lið hennar í Canisius skólan tapaði gegn Monmouth. Sara hitti úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum í leiknum.