Kristinn og Steinunn klúbbmeistarar í Sandgerði
Kristinn Óskarsson og Steinunn Jónsdóttir urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Sandgerðis (GSG), sem hélt meistaramót sitt um síðustu helgi eins og svo margir golfklúbbar. Sandgerðingar voru eins og aðrir, einkar heppnir með veðrið en leikið var í brakandi blíðu alla daga og voru golfarar mjög ánægðir með vel heppnað mót. Að sögn Lárusar Óskarssonar, framkvæmdastjóra GSG, var þátttaka mjög góð og gott golf spilað alla daga við bestu skilyrði, völlurinn skartaði sínu fegursta og góð stemning var alla fjóra dagana.
Ekki verður beint hægt að segja að spenna hafi verið í meistaraflokkunum, Steinunn vann með níu högga mun og Kristinn með 13 högga mun.
Svona röðuðu þrír efstu sér í meistaraflokkunum en önnur úrslit er hægt að nálgast á Golfbox.
Mfl. kvenna
Steinunn Jónsdóttir, 245 högg
Hulda Björg Birgisdóttir, 254 högg
Bryndís Arnþórsdóttir, 254 högg
Mfl. karla
Kristinn Óskarsson, 294 högg
Hlynur Jóhannsson, 307 högg
Davíð Jónsson, 311 högg