Kristinn og Elís í Þýskalandi
Kristinn Guðbrandsson og Elís Kristjánsson, þjálfarar frá Keflavík, eru um þessar mundir staddir í heimsókn hjá Mainz 05 í Þýskalandi. Eru þeir Kristinn og Elís þar í boði þýska félagsins sem mættu Keflavíkingum í UEFA keppninni í sumar.
Kristinn og Elís eru hjá Mainz 05 að kynna sér þjálfun og hafa þeir komið við á æfingum hjá flestum flokkum félagsins en frá þessu var greint á www.keflavik.is fyrr í morgun.
Heimsókninni lýkur formlega á laugardag en þá verður Kristni og Elís boðið á leik Mainz 05 gegn Bayern Leverkusen í Bundesligunni.
VF-mynd/ Hólmar Örn í baráttunni gegn Mainz 05 á Laugardalsvelli í sumar.