Kristinn lánaður heim
Knattspyrnumaðurinn Kristinn Björnsson er snúinn aftur á heimaslóðir í Njarðvík eftir stutta dvöl hjá grönnunum í Keflavík. Keflvíkingar hafa lánað Kristinn Björnsson sem kom til liðsins fyrir tímabilið frá Njarðvík aftur yfir en Kristinn hefur ekki fengið tækifæri það sem af er tímabili hjá Willum þjálfara. Njarðvíkingar fagna sennilega komu leikmannsins en fyrsti leikur þeirra er á morgun þegar Árborg kemur í heimsókn á Njartaks-völlinn. Kristinn sem er 23 ára, hefur leikið 124 leiki með Njarðvík í deild og bikar og skorað 8 mörk en hann er samningsbundinn Keflvíkingum til þriggja ára.