Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinn í Frakklandi í kvöld
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 13:25

Kristinn í Frakklandi í kvöld

Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson dæmir í kvöld leik JDA Dijon og spænska liðsins Akasvayu í Euro Cup karla. Meðdómarar Kristins í kvöld varða Slóvakinn Per Sudek og Hollendingurinn Markus Grievink. Kristinn dæmir fyrir Keflavík hér heima og heldur nú í sína þriðju ferð til Frakklands á þessari leiktíð.

 

Tveimur dögum seinna eða þann 18. janúar dæma Kristinn og Grievink leik Lattes Montpellier og Agglomeration Gospic Lattes frá Króatíu í EuroCup kvenna en Íslandsmeistarar Haukakvenna léku einmitt í riðli með Montpellier.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024