Kristinn hættur hjá Keflavík
Kristinn Guðbrandsson hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkur. Kristinn vildi ekki tjá sig um ástæður afsagnarinnar í samtali við Víkurfréttir. Kristinn var aðstoðarþjálfari Kristjáns Guðmundssonar þegar Keflvíkingar urðu VISA bikarmeistarar með 2-0 sigri gegn KR árið 2006.
,,Það er ekki gaman að yfirgefa leikmannahópinn og þjálfaraliðið en ég hef tekið ákvörðun og stend við hana,” sagði Kristinn við Víkurfréttir en þegar hefur hann orðið var við áhuga annarra félaga en hann ætlar sér ekki á önnur mið strax. ,,Spurning um að upplifa það einu sinni á ævinni að eiga sumarfrí,” sagði Kristinn sem gerði garðinn frægann í varnarlínu Keflavíkur áður en hann varð hluti af þjálfarateymi liðsins.