Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 9. júní 2000 kl. 09:25

Kristinn hættur

Knattspyrnumaðurinn Kristinn Guðbrandsson, sem leikið hefur með meistaraflokki Keflavíkur í knattspyrnu síðan 1990 er hættur hjá félaginu. Kristinn segist vera ósáttur hjá Keflavík, en þyki sárt að þurfa að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið fyrir alla sína tíð. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég geri í framhaldinu, en ég mun halda mér í formi og leita fyrir mér hjá öðrum félögum“, sagði Kristinn í samtali við Víkurfréttir í dag. Rúnar Arnarson, formaður Keflavíkur, segir þetta vonbrigði. „Það er mikil eftirsjá af Kristni, enda hefur hann þjónað félaginu vel allt frá því í yngri flokkum. Ég átti fund með honum í gær og óskaði eftir því að hann yrði áfram hjá félaginu, en hann hefur tekið þessa ákvörðun og við verðum að virða það“, sagði Rúnar að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024