Kristinn fær ekki að leika með Njarðvík
Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson ,sem er nýkominn aftur heim til Njarðvíkur eftir að hafa leikið körfuknattleik með háskólaliði Marist í Bandaríkjunum, fær ekki að leika með Njarðvík og lék ekki með liðinu þegar það mætti ÍR í gærkvöldi.
Ástæða þess er sú að FIBA, sem höfðu samþykkt félagaskipti Kristins til Njarðvíkur,hafa afturkallað keppnisleyfið á meðan ákveðið mál fer sína leið í kerfinu. Karfan.is greinir frá þessu.
Kristinn lék í tvö ár á sínum unglingsárum með Stella Azzura á Ítalíu og fer liðið fram á uppeldisgreiðslur fyrir leikmanninn og vísar í reglur FIBA. Stjórn Njarðvíkur vonast til þess að málið leysist fljótlega og að Kristinn geti tekið þátt í næsta leik Njarðvíkur.