Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kristinn einn sá efnilegasti utan Bandaríkjanna
Sunnudagur 4. september 2016 kl. 12:31

Kristinn einn sá efnilegasti utan Bandaríkjanna

Video: Sjáðu viðtal við Njarðvíkinginn frá 2012

Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson er einn af efnilegustu körfuboltamönnum heims utan Bandaríkjanna samkvæmt vefsíðu Eurobasket. Kristinn sem leikur í bandaríska háskólaboltanum með liði Marist í New York fylki, er í sæti númer 70 á listanum en tveir aðrir Íslendingar eru á listanum.

Kristinn hefur lengi þótt efnilegur og að þessu tilefni er ekki úr vegi að rifja upp viðtal sem Víkurfréttir tóku við hinn 14 ára gamla Kristinn árið 2012. Viðtalið má sjá hér að neðan en þar talar Kristinn m.a. um að komast í háskólaboltann, en sá draumur er nú orðinn að veruleika.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024