Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kristinn dæmdi í Danmörku
Fimmtudagur 23. ágúst 2007 kl. 10:43

Kristinn dæmdi í Danmörku

Landslið Danmerkur og Belgíu mættust í riðlakeppninni í Evrópukeppni A-þjóða í körfuknattleik í gær í Árósum í Danmörku. Kristinn Óskarsson, einn fremsti körfuknattleiksdómari landsins, var einn þriggja dómara í leiknum. Kristinn dæmir fyrir Keflavík í íslensku deildunum.

 

Kristinn var ekki eini Suðurnesjamaðurinn á leiknum í gær þar sem bakvörðurinn Adam Darboe, leikmaður Grindavíkur, lék með danska landsliðinu. Skemmst er frá því að segja að Belgar höfðu 10 stiga sigur í Danmörku 71-61 og gerði Darboe 2 stig á 13 mínútum í gær ásamt því að gefa 2 stoðsendingar.

 

Mynd: Sanne Berg – Kristinn ásamt meðdómurum sínum í leiknum í gær.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024