Kristinn búinn að dæma í 20 ár
Keflvíkingurinn Kristinn Óskarsson hefur nú dæmt í úrvaldsdeild karla í körfuknattleik í 20 ár. Hann dæmdi sinn fyrsta leik þegar Njarðvík og Tindastóll áttust við árið 1988 og dæmi þá leikinn ásamt Jón Otta Ólafssyni.
Í gærkvöldi dæmdi hann leik Stjörnunnar og Njarðvíkur í Iceland Express deild karla, og voru þá nákvæmlega 20 ár liðið frá því að hann dæmdi sinn fyrsta leik. Leikurinn endaði með góðum sigri Njarðvíkur, 77-87.
Merkilegur áfangi hjá Kristni, en hann hefur verið einn af bestu dómurum landsins í fjölda ára.
Mynd/kki.is: Kristinn Óskarsson hefur dæmt í yfir 20 ár í úrvalsdeild karla.