Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Kristbjörn heiðraður af KKDÍ
Mynd/ GFS - Frá vinstri Kristbjörn Albertsson, Jón Otti Ólafsson, Kristinn Albertsson og Jón Bender en á myndina vantar Helga Bragason.
Miðvikudagur 13. nóvember 2013 kl. 12:47

Kristbjörn heiðraður af KKDÍ

Körfuknattleiksdómarafélag Íslands, KKDÍ, hélt upp á 50 ára afmæli sitt um sl. helgi en félagið var stofnað 11. nóvember 1963. KKDÍ heiðraði fjóra einstaklinga á hófinu fyrir frábært framlag í þágu dómaramála í körfuknattleik.

Þeirra á meðal var Njarðvíkingurinn Kristbjörn Albertsson. Kristbjörn var m.a. valinn besti dómarinn í efstu deild árin 1986 og 1987. Kristbjörn var formaður KKÍ um tveggja ára skeið og dæmdi í 34 ár, frá 16 ára aldri til fimmtugs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kristbjörn var einnig formaður UMFN í 10 ár. Hann hefur því komið víða að körfuboltaíþróttinni.

Mynd Gunnar Freyr Steinsson.