Krakkar, komum í golf!
Golfklúbbur Suðurnesja heldur barnanámskeið í sumar fyrir börn á aldrinum sjö til tólf ára (fædd 2002-2007).
Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags og eru haldin á Hólmsvelli í Leiru. Markmið námskeiðsins er að börnin læri undirstöðuatriði í golfi gegnum æfingar og leiki, golf- og siðareglur er varðar framkomu og umgengni á golfvellinum. Alla föstudaga sem námskeiðin eru verða spiladagar á Jóel (litli völlur GS).
Um leið og barn líkur námskeiði er það velkomið að mæta á alla spiladagana. Einnig fá börn aðgang að Jóel sumarið 2014. Nánar hér á GS.is