Kraftur í körfuboltakrökkum
Á þriðja hundrað krakkar í 34 liðum frá Keflavík og Njarðvík tóku þátt í árlegu körfuboltamóti Fjölnis í Grafarvogi um síðustu helgi.
Okkar krakkar báru uppi mótið því alls mættu um 320 keppendur en auk Keflavíkur og Njarðvíkur komu Fjölnismenn næstir í fjölda liða. Yngstu krakkarnir voru 6 ára og mátti sjá skemmtileg tilþrif og framtíðar körfuboltastjörnur. Starfið er greinilega mjög sterkt í Reykjanesbæ og sögðu forráðamenn liðanna að krakkarnir hafi verið bæjarfélagi sínu til mikils sóma.